
ásgeir - leyndarmál lyrics
glitrar næt-rdögg og geng ég þar með henni
grátur hvítvoðungs nú berst frá rauðu húsi
læðast refahjón og lafir bráð úr kjafti
lerkiskógurinn hann fær nú margt að vita
þegar kóngurinn er með kross í hendi
koma hersveitir til að ná í skammtinn
svalir nátthrafnar sjá að nú er færi
sjúkleg árátta fær þá til að virka
tifar lífsins blóm ég tóri ef ég nenni
tárast silfurberg svo langt frá steinhúsi
andar sunnanblær og eflist af lífskrafti
enginn maður veit og enginn fær að vita
þegar kóngurinn er með kross í hendi
koma hersveitir til að ná í skammtinn
svalir nátthrafnar sjá að nú er færi
sjúkleg árátta fær þá til að virka
þegar kóngurinn er með kross í hendi
koma hersveitir til að ná í skammtinn
svalir nátthrafnar sjá að nú er færi
sjúkleg árátta fær þá til að virka
Random Lyrics
- luca hänni - allein allein lyrics
- heracay - 100 tausend abonnenten keiner kann sie wegnehmen lyrics
- howard carpendale - shine on (der regen von new york) lyrics
- боро първи (boro purvi) - oблаk lyrics
- frànçois and the atlas mountains - bois lyrics
- great white clark - ik girl lyrics
- l'iyy dawg - heat lyrics
- angelo ente - rówieśnicy lyrics
- léa vanwalscappel - the same lyrics
- charlotte rose - inner me lyrics