
bubbi morthens - fagrar heyrði ég raddirnar lyrics
f+grar heyrði ég raddirnar
og undarlegan hreim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
í húsinu uppi á hæðinni þar býr ein
á haustin sést hún utan dyra á gangi alein
tungurnar í þorpinu þvaðra kvöldin löng
um húsið uppi á hæðinni og undarlegan söng
sumir tala um bölvun sem bitur kona kvað
aldrei skyldi hamingjan þrífast á þessum stað
unga fólkið á fjörðunum þekkir óttans ský
í blóma lífsins margir enda snörunni í
f+grar heyrði ég raddirnar
sem kölluðu mig heim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
í húsinu uppi á hæðinni þar bjó ein
á haustin sást hún döpur sitja á mosavöxnum stein
stundum líða árin, hennar enginn verður var
og vonin um hamingjuna lifnar aftur þar
sumir tala um heitrof og henni eignað það
að hamingjan festir aldrei rót hér á þessum stað
söguna virðist enginn þekkja, aðeins orð og orð
allt er á huldu þó að sumir hvísli morð
f+grar heyrði ég raddirnar
sem kalla á mig heim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
f+grar heyrði ég raddirnar
sem kölluðu mig heim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
Random Lyrics
- naviband & palina - артэфакт (artifact) lyrics
- james savage - before the first leaf falls lyrics
- jan blakeee & bassyy - icee lyrics
- plim plim - buckle my shoe lyrics
- fhop music - de todo coração (ao vivo) lyrics
- bubbi morthens & rúnar júlíusson - rúnar gunnarsson lyrics
- gimario - depre lyrics
- makj - people of the night (extended mix) lyrics
- roodin - oonghadr lyrics
- re6ce - oh dear lyrics