
bubbi morthens - gömul frétt lyrics
eitt sinn var maður sem sótti sjóinn
sigldi til hafs hvern einasta dag
hann gerði út á línu og lét sér fátt um finnast
las sína náttúru og sönglaði lag
en tíminn hann kímdi og kvað upp í vindinn
karlinn minn veistu ekki hver þú ert
sá seinasti af mörgum sem miðin hér sóttu
einyrki hafsins, gömul frétt
og hafið og sólin glottandi sungu
í sunnanblænum eitt lítið stef
kvótinn er farinn kvótinn er farinn
kominn oní skúffu og ekkert ef
landsbyggðin ráðþrota rýnir í vandann
reynir að skilja fólskuna
brýnarinn gengur mállaus um salinn
of gamall til að læra pólskuna
já eitt sinn var fiskur bara fiskur í sjónum
og fólkið það veiddi og át sinn fisk
oft veiddist mikið og oft veiddist lítið
og allir vissu að sjómennskan var risk
hafið og sólin glottandi sungu
í sunnanblænum eitt lítið stef
kvótinn er farinn kvótinn er farinn
kominn oní skúffu og ekkert ef
Random Lyrics
- kurt92 - 9261 lyrics
- frixio - covenant of the first light lyrics
- lucy dacus & hozier - bullseye (at radio city music hall) lyrics
- nomatic - everything lyrics
- kenke (rock nightcore) - heart attack (but it hits different) lyrics
- typerevenge - model lyrics
- xveilz - goddamn pt 4 lyrics
- wolfhound - woodlands of loughglynn lyrics
- 宇多田ヒカル (hikaru utada) & yaeji - mine or yours (yaeji remix) lyrics
- jt maromba & sonhador rap motivação - eu não tô puro lyrics