
bubbi morthens - haustið á liti lyrics
haustið á liti sem málverk hafa keypt
leggjast á sálina færa þig í hlekki
rakir litir svo dökkir og djúpir
stundum svo harðir, stundum svo mjúkir
ég öskra inní nóttina, svarið er bergmál
fastar, hún hvíslar, í augum logar bál
mjúkar varir færa mér frið
tíminn þar á eftir aðeins falleg bið
í öruggu skjóli milli tveggja handa
ég hjúra mig dýpra þar til ég hætti að anda
týni mér í hlýjunni, skynja ekki neitt
nema hjartslátt okkar beggja sem rennur í eitt
vindarnir að norðan fara brátt að blása
þú skilur haustið var aðeins pása
ég sé þig í anda vangarnir svo rjóðir
með vagnin á undan, nýorðin móðir
ég vona að veturinn verði þér góður
þegar gullið þitt sefur blásandi hljóður
haustið kemur aftur með litina djúpu
litina dökku, litina mjúku
Random Lyrics
- david ornelas & novillos de la sierra - abl lyrics
- another round - baby lyrics
- gemini five - flesh:for:fantasy lyrics
- cip - faith lyrics
- l'amerigo - lyonky 2 lyrics
- connoreyka - коннорейка ( lyrics
- flora martínez - porque te vas lyrics
- hart to attack - amoklauf im club [hardtekk rmx by synapsen ingo] lyrics
- walmartworker76 - earth quake lyrics
- kyr1n - i love you and it sounds stupid lyrics