
bubbi morthens - hulduþula lyrics
Loading...
bekkirnir voru málaðir morgunroða sólar
þrestirnir flugu grein af grein
grasið var ennþá milli svefns og vöku
og þú í garðinum á gangi ein
dagurinn söng sína söngva
söngva um gleði og sorg
húsin að vakna af værum svefni
og vagnarnir komnir niður á torg
þú vaktir mig og sagðir: vorið kom í nótt
á vindléttum fótum læddist hljótt
þú hefur sofið nóg
hvað ertu að hangsa
sólin var ennþá í hári þínu gula
bláminn í augum þínum hulduþula
fljótur vinur förum út að ganga
göturnar fullar af fólki með glampa í auga
austurstræti fékk erlendan hreim
kaffihúsin full af hamingju og hlátri
ekki ein hræða á leiðinni heim
dagurinn söng sína söngva
söngva um gleði og sorg
reykjavík er einstök þegar sést til sólar
þá er gaman að búa í borg
Random Lyrics
- soraxleblanc - ur luv (sped up) lyrics
- *67 (usa) - idk title lyrics
- 800pts - #pointsfree lyrics
- van halen - the seventh seal (live at wembley stadium, london, uk, 6/24/1995) lyrics
- rio da yung og - ghetto love story lyrics
- songslifestyle - karma lyrics
- xxsavages & boukha paris - be free lyrics
- diced & gunk - message lyrics
- asleep at the wheel - don't forget the trains lyrics
- code80 & boris redwall - attack of titans (boris redwall remix slowed) lyrics