
bubbi morthens - sú sem aldrei sefur lyrics
ég sat í grýttri fjöru, í firði úti á landi
og fegurð hafsins hvíslaði: rekkja mín er blá
ég sá kolluungann tukta sinn og tófuspor í sandi
og ég talaði við múkkana sem svifu þarna hjá
í fjöllum skuggar birtust og birtu tók að halla
bráðum kemur nóttin með sitt huldufólk og troll
í bergi fuglinn liggur, þar lætur súlan sig falla
á leifturhraða í hafsins djúp, frá svarthvítri höll
og þá heyrði ég hafið hvísla:
ég er tárin, hin söltu tár úr augum mæðranna
úr augum dætra, úr augum sona ykkar
ég er tárin, hin söltu tár úr augum feðranna
úr augum himins þau falla er ég anda
ég er sorgin sem aldrei sefur og ég vaki við
og ég vaki við strendur allra landa
ég sat í grýttri fjöru, í firði úti á landi
og fegurð hafsins hvíslaði: skipin sigla senn
og það sagði: þeir sem elska mig orpnir verða að sandi
enginn getur tamið mig, hvorki vættir né menn
Random Lyrics
- колишня бенд (kolyshnya band) - кохай ніжно (love tenderly) lyrics
- j2xn - just4now lyrics
- sin cos tan - all i ever dream of lyrics
- oddział zamknięty - na to nie ma ceny lyrics
- thirteendegrees ° - visible lyrics
- evrhane - no wonder lyrics
- antie manie - losing your vibe lyrics
- annie rattray rentoul & georgette peterson - a strayed sunbeam lyrics
- chloe parché - 10tall lyrics
- richard mitchley - poems on the slave trade - sonnet 2 by robert southey lyrics