
bubbi morthens - þorskacharleston lyrics
frystihúsið eins og gapandi tóft
blasir við mér allan daginn
í vélarsalnum vofur ganga um gólf
tínandi upp hræin
klukkan tólf að kveldi leggst ég til svefns
dreymi um að komast í bæinn
þeir koma og ræsa mig klukkan sjö
stimpilklukkan býður góðan daginn
inni‘ í tækjasal bólugrafnir unglingar
skipa út þúsund af kössum
meðan verkstjórinn gengur um gólf
líkt og könguló með flugur í pössun
inni‘ í sal tugir jómfrúa með hvítar svuntur
mala gull fyrir herrann og hans lið
en úti í h+rni í glerkassa undirtyllan situr
horfir yfir salinn með guðdómlegum svip
niðri´ í móttöku öldungurinn stígur
sinn feigðarvals með þorskinn við hönd
kreppt lúkan um stinginn blífur
kastar fisknum uppá færibönd
karfi, ufsi, þorskur, ýsa
kanna nú ókunnug lönd
á matarborði í flórída
gælir við þá demantskreytt hönd
Random Lyrics
- fresh verse - stand alone 2 lyrics
- kogin - мудак (asshole) lyrics
- arnaaz gill & armaan gill - baadshahi lyrics
- imnotvrycreative & raftheartist - morning lyrics
- betty moon - revenge lyrics
- koncz zsuzsa - oly nehéz várni lyrics
- brittany moore - stains lyrics
- prcy® (musician) - prologue lyrics
- loïc rabache - o clair de ... lyrics
- joe wakeel - a-form lyrics