cyber [iceland] - skríða lyrics
skríða, slíta, ég kann bara að bíta
brýt í sundur blýantinn og stroka út ef mig mislíkar
grafa, stara, þó ég þurfi að fara
ferðu ekki með mér, ég er kerfið, skipa þér að þaga
þoka svífur undir himninum
ég finn að ég er inni í henni þó ég vilji það kannski ekki lengur
strákur skríður úti í garðinum
undir veggjunum á hvolfi, horfir á mig eins og lítill drengur
sé þig skríða meðfram veggjunum en þú kemst aldrei út
leita, leita að útganginum en þú kemst ekki út
sé þig skríða meðfram veggjunum, leita, leita en þú kemst ekki út
leita, leita að græna ljósinu, allt er svart, þú kemst aldrei út
finnur mig finna þig, er fyrir aftan þig og veit hvað þú ert hræddur við
ég hugsa fyrir þig og líka um sjálfa mig, svo þú kannt ekki að vera til
lengur
beinin brotin undir húðinni, allt er hljótt en ekki þú
svartir lokkar liggja í jörðinni, allt er grænt og líka þú
skríða, skríða, þú vilt finna mig en þú kemst ekki út
týna, týnast, ég er skapari og þú komst vitlaust út
sé þig skríða meðfram veggjunum en þú kemst aldrei út
leita, leita að útganginum en þú kemst ekki út
sé þig skríða meðfram veggjunum, leita, leita en þú kemst ekki út
leita, leita að græna ljósinu, allt er svart, þú kemst aldrei út
týna, týnast, ég er skapari og þú komst vitlaust út
Random Lyrics
- lord vi - not tonight lyrics
- lew - mud baby lyrics
- vinny guido - i should be looking up lyrics
- konstantinos argiros - θάυματα (thavmata) lyrics
- the rubyz - /outrageous (remix) lyrics
- kayıp nesil - biraz deli lyrics
- torrian ball - be okay lyrics
- 鬼束 ちひろ (chihiro onitsuka) - this silence is mine lyrics
- mia martini - donna (live) lyrics
- american nomads - this might be the end lyrics