dopamine machine - hanagal lyrics
Loading...
jörðin étur sál þína og meltir þig í moldina
það sagði jósefína
bleiku skýjin hlægja að þér, kanntu ekki að fljúga?
við skyggjum á almúgan
glampandi sól með brjóstsykur í kjaftinum
og óreymaða strigaskó (hún segir)
gulur, rauður, grænn og blár
ég er með marbletti og skrámusár
vaknar upp við fyrsta hanagal
tærnar fara að tala, lífið er grín
þú teygir úr þér og súpar á kaffi
og finnur fyrir innri krafti
súrsæta systir segðu mér
hver er súrastur í landi hér? (hún segir)
vorsólin skín ekki á þig
þú hefur of þraunga yfirsýn
stígðu upp úr moldinni
stígðu upp úr nóttinni
vaknar upp við fyrsta hanagal
tærnar fara að tala, lífið er grín
Random Lyrics