eldmóðir - hermd'eftir mér lyrics
[verse 1: thrilla gtho]
ég er, forsenda, heimsenda
bíðið nú hæg og sjáiði til
smitandi nærveran smitar þig hæglega
ef að þú leggur hendur á mig
það tekur engan enda, fingurnir benda á mig
því ég var að koma, af himnum ofan
fljúgandi furðuhlutur var að lenda með mig
lærlinga ég tæli hingað, engin þvæla til að kyngja
engan sálm til að syngja né peningapyngja
því það sem dregur þau að, er bara hvað ég skrifa á blað
galdraþulur sem að svipta, hulu af dulúð samskipta
fáeinar meyjar og fylgisveinar vita hvað ég meina
[verse 2: holy hrafn]
keyri undir áhrifum? alveg frá
geng undir áhrifum, alltaf smá
alltaf smá undir áhrifavöldum. áhrifavöldum það sjálf
kasta köldum kveðjum í màlið
kasta köldum kveðjum á bálið
kasta köldum keðjum á bálið
kasta bölvun. legg á þig álög
[verse 3: thrilla gtho]
augasteinar lúnir svo ég risti rúnir
undir augnbrúnir
til að sjá eitthvað meira, mynda gjá milli eyra
enda allir vitsmunir flúnir, flúnir
[chorus: thrilla gtho]
stunda seið og shamanisma
horfi svo á sjálfið visna
hermd‘eftir mér! hermd‘eftir mér!
dropar af mínu blóði
valda nýju syndaflóði
hermd‘eftir mér! hеrmd‘eftir mér!
[verse 4: holy hrafn]
held niðri andanum
held honum föstum, þеtta er brandari
ég er að standa mig, ekkert angrar mig
afturgangan ekki gangandi, en hvernig gengur?
segðu mér hvernig fór
er pleisið illa reimt eins og skór?
er pleisið illa gleymt og grafið?
er allt yfirstaðið? því síðast þegar ég fór
óð ég í blóðbaðið og gróf svarið
[verse 5: thrilla gtho]
ég veit hvað ég vil þó örlögin ráða
og læt tarotspilin segja mér til
innsæið hvet ég til dáða
óháð náðargáfan tala fyrir okkur báða
[verse 6: holy hrafn]
vísan þín er nú að vísu útrunninn
þú ert nú meiri kuklandi klunninn
nafnið þitt gefur mér óbragð í munninn
skola og spýti því í óskabrunninn
[verse 7: thrilla gtho]
hálfur sigurinn unninn, þó það nú væri
málið klárað með stein, blað og skæri
óspektir á almannafæri er mitt lífsviðurværi
ég er alltaf að brasa, blanda og þrasa
við misilla anda á milli glasa
svala þorsta þó uppsprettan þorni
með nornir á sveimi á suðvesturh+rni
[bridge: thrilla gtho, holy hrafn, dr. vigdís vala]
fylli hausinn af dulspeki
ekki skrítið að hann leki
leki og blaðsíðu þeki
með blöndu af blóð’og bleki
sem flæðir þétt einsog lækur
og fyllir út galdrabækur
ég lýsi upp niðdimmar nætur
með logum einsog dreki
[chorus 2: thrilla gtho]
..glóandi galdrastafir
opna grafir eins og gjafir
hermd‘eftir mér! hermd‘eftir mér!
ég leiði allan flokkinn
beina leið í gapastokkinn
hermd‘eftir mér! hermd‘eftir mér!
[verse 8: holy hrafn]
hyl mig með hulunni hólpinn ég held inn
eftir vísu sem felldi stórveldin
tala við djöfla og ára við eldinn
og smeygji mér í myrkrið eins og hvern annan feldinn
[verse 9: dr. vigdís vala]
kremja kreista, hrista. krossfesta og rista
fjöður hrafns án föðurlands
fjötrar jötna kvennafans
öskur trúðsins, heimsins yndi
hrærðu í potti böl og syndir
næturvættir upp ég vek
samviskan er svört og sek
set á flösku vikurösku
eld úr víti, löst og lýti
um tímann spyr og heimsins aldur
ég brúka víst minn svartagaldur
Random Lyrics
- daua - tear it up lyrics
- rusha (kz) - возвращайся домой (come back home) lyrics
- yvzid - bghawni jouj lyrics
- 01 suede - där bakom! lyrics
- bizzle - i go lyrics
- macckmartin - no thinking twice lyrics
- tanith - mother of exile lyrics
- sedona - cupid's victim lyrics
- mavv. - need no help lyrics
- g-castles - без сомнения (without a doubt) lyrics