helgi a, sdóri og $tarri - 3. geimskutla lyrics
[sdóri]
lúti höfði, hugsa hvernig ég hef það
hvernig er ég núna’ og hvernig vil ég seinna verða?
ég á stóra hvíta snekkju, já, flóann ég sigli’ um
mun kannski eignast bát en þarf að róa mig niður
ég hef komið mér vel fyrir, kominn með íbúð
bjuggum áður fjölskyldan í innréttuðum bílskúr
ber höfuðið hátt, já, því brátt mun það gerast
mun skapa mér nafn svo láttu orðið berast
[helgi a]
heyr mína bæn, ég vil eigna mér daginn
heyr mína bæn, á kærleik ég nærist
þótt hold mitt og hjarta tærist dvel ég í draumaheimi daga langa
það er ekki spruning upp á toppinn ég mun spranga
það er ekki spurning jah – tækifærin fanga
[sdóri]
kemst ekki fram úr því þú ert ekki að ganga
en taktu mig til fyrirmyndar, já, ég myndaði mér stefnu
og á móti straumnum synti, þeir binda sig við beinu brautina
ef þeir draga mig niður, rétti ég upp löngutönguna
[helgi a]
osturinn á mér og ég mönsa hann
osturinn í vasa, ostur inn á banka
osturinn er alls staðar
ég er ó svo ó svo vitfirrtur og ó svo ó svo alvara
[viðlag]
þau segja mér að eltast við drauma
allir geta gert sig og meira
flestir eltast við strauma, draumurinn er geimskutla
geimskutla, vroom vroom
ég er farinn út í sp-ce bruh, ég sé þig kannski seinna
út um einhvern glugga með stjörnunum að reyka
þangað til, ég sé þig kannski seinna
vroom vroom, ég er farinn út í sp-ce bruh
[sdóri]
þótt ég fokking drepist mun ég halda á bikarnum
flýg ekki of nærri sólu, ég lærði af icarus
hildi hef ég háð við ýmsa vitleysu
lykla’ og tré, litli ég, er hættur því, jú allavega’ í bili
[helgi a]
því mamma sagði mér að til að halda striki
viturlegast að ég leiti ekki’ í lyfin
en forvitnin hún lét mig ekki’ í friði
reykti dóp og gerði mistök, sú tíð er liðin
líttu’ á mig í dag
[sdóri]
já ég geri mitt
og ekkert fær mig stoppað fyrr en ég hef sjálfan mig toppað
og ég er á góðri leið
sama hversu þungt högg ég fæ þá mun ég ekki rotast
mér kveið en nú kemurðu’ að mér söddum
[helgi a]
nóg til handa öllum, buddan troðfull
ó sh-t, tíminn líður, úlnliðurinn skíragull
ég skín, ég stjarna, yrki gull það glampar
stend þér framar enda er ég bestur í heimi
ég svíf út í geiminn
[viðlag]
þau segja mér að eltast við drauma
allir geta gert sig og meira
flestir eltast við strauma, draumurinn er geimskutla
geimskutla, vroom vroom
ég er farinn út í sp-ce bruh, ég sé þig kannski seinna
út um einhvern glugga með stjörnunum að reyka
þangað til, ég sé þig kannski seinna
vroom vroom, ég er farinn út í sp-ce bruh
Random Lyrics
- zotiyac - pf freestyle lyrics
- titãs - rotina lyrics
- the leaving trains - bob hope lyrics
- chaboi ay - flexing everyday lyrics
- c0ntrast - piled up words lyrics
- tucker hd - about that life lyrics
- swayton - no time lyrics
- van canto - back in the lead lyrics
- stan rogers - at last i'm ready for christmas lyrics
- viracocha mendoza - biko-mendoza lyrics