maus - ungfrú orðadrepir lyrics
ég vil ekki meiri hita, því ég vil ekki bráðna
en ungfrú orðadrepir liggur ofan á mér
og nú ég heyri engan mun á hávaða eða hljóði
og nú ég heyri engan mun á hljóði eða þögn
það hentar mér illa að orðum mínum sé slátrað
en ungfrú orðadrepir hakkar þau í sig
og nú ég sé engan mun á dimmu eða ljósi
og nú ég sé engan mun á henni eða öðrum
svo ég held í mér andanum
það er erfitt að geyma það sem ég vil gleyma
ég held í mér andanum
því ef ég segi ekki orð þá frem ég engin morð
ég held í mér andanum
það er erfitt að gleyma því sem ég vil geyma
ég held í mér andanum
en allar kenningar heimsins
og skeiðarárhlaup af rök–
ná ekki ungfrú orðadrepi af skoðun sinni
og nú ég kann engan mun á því að tala eða öskra
og nú ég kann engan mun á því að klappa eða klóra
svo ég held í mér andanum
það er erfitt að geyma það sem ég vil gleyma
ég held í mér andanum
því ef ég segi ekki orð þá frem ég engin morð
ég held í mér andanum
það er erfitt að gleyma því sem ég vil geyma
ég held í mér andanum
en “algjör þögn er best”
svo sagði doktorinn
svo ég tek úr mér tunguna og treð henni inn í eyrun
og hvar stend ég nú, hvar stend ég nú?
er ég nægilega innihaldsríkur fyrir þig?
og nú ég heyri engan mun á hávaða eða hljóði
og nú ég heyri engan mun á hljóði eða þögn
svo ég held í mér andanum
það er erfitt að geyma það sem ég vil gleyma
ég held í mér andanum
því ef ég segi ekki orð þá frem ég engin morð
ég held í mér andanum
það er erfitt að gleyma því sem ég vil geyma
ég held í mér andanum
og þú missir af mér, þú missir af mér
og ég vissi af þér, ég vissi af þér
þú missir af mér
Random Lyrics
- tiffany evans - all i want lyrics
- joey jester - poison ivy lyrics
- g.i.t. - ella es tan sexy lyrics
- david win - so alive lyrics
- cuatro y medio - nunca supe nadar lyrics
- alle farben & sam gray - never too late (dj katch remix) lyrics
- aaron unknown - 4:01 lyrics
- dusky - spruce lyrics
- lil mosey - kobe lyrics
- ruff majik - hanami sakura (and the ritual suicide) lyrics