poetrix - alvara lyrics
[verse 1: poetrix]
mer finnst það skrýtið
og ég er farinn að þreyttast
á því að það leitast allir við að breytast
eftir því sem er talið heitast
þetta augnablikið
lifa hátt kaupa mikið
því fólk mun saka þig um að vera svaka sjúkan
ef þú átt minna af fötum
en stjórnvöld af lygum um kárahnúkja
fylgjum tískustraumum og stefnum
í klæðskerasaumuðum efnum
erum svo með feikaða
persónuleikana
falda bakvið grímur hannaðar af fjölmiðlum
sem segia að steypt í sama mót
sé svo sannarlega bað sem við öll viljum
stöndum þétt í röðunum
tilgangur lífsins er að vera eltir
af gellum á skemmtistöðunum
mikilvægast er samt
smettið á hverjum lenti í blöðunum
þykir gott að hafa
komið á forsíðu flottra blaða
allir spila sig rosa spaða
tískulöggur æstar leiða leikinn
fegurð meira metin
en manngæska og heiðarleiki
allir verða að vera grannir
og fólk sér það þannig
ef eitthvað er mikilvægt í vini sinum
þá еr það tannið
svo fyrirsætur fá borgað betur
en þeir sem еiga að kenna syni mínum að verða að manni
hvernig klámvæðingin tröllríður landanum
er liður í vandanum og sýnir sig ljóst
þủ þarft ekki að eyða í blómavöndul
rómantík í dag eru sílikonbrjóst
eða hafa breiðan, stóran göndul
tólf ára stelpur sem voru sætar og flippaðar
klæddar eins og stripparar
með g+strenginn upp að rifbeinum
segja ekki nei við neinum
sem að býður þeim að smakka
tilla fyrir partý
i kaupbæti fyrir krakka er e+pilla til að narta í
fyrirtæki þurfa að tæma þetta vöruhýsi
svo þau segja það bæði slæmt að vera öðruvísi
og eitthvað sem heimurinn tekur ekki gilt
gefa þér síðan staðla
sem bú getur ekki fylgt
já bara þið mynduð
sjá þið eruð að vaða í gildru
þar sem agnið er fegurð
sem finnst bara i kvikmynd
það versta, þið haldið áfram að vaða í blind
svo segðu mér, ertu manneskja
eða ertu staðalímynd?
[chorus: einar ágúst]
þeir segja mér
hvað ég eigi að vera
hvernig eigi að láta, hvað ég eigi að gera
hlægja eða gráta
þeir segja mér, segja mér, segja mér
hvað er satt, hvað er logið
hvað er beint, hvað er bogið
hvað er rétt, hvað er rangt
hvað er eitt, hvað er annað
hver ert þú að segja mér? hver ert þú að segja mér?
[verse 2: poetrix]
en við sem búum á þessari jörð
erum ekki jafn hörð
og við viljum oftast af láta
hörðustu andskotar verða soft og fara að gráta
þegar engin sér til
það eina sem íshjartað þarf er yl
og einhvern sem segir ég skil
því ég veit að
þó fólk sé með persónuleika
eins og klipptar útúr handriti
gangi um með 1000 andlitin á til að sýnast
eru þau sálir sem týnast
í þessum sýndarveruleika
ekki jafn töff og karakterinn sem þau eru að leika því bakvið alla
sem virðast harðir naglar eru litlir drengir
sem að finna ekki samhljóm eins og slitnar strengir
bakvið hverja sn0bbpíu sem lætur stráka elta sig
er lítil stelpa í leit að ást og hlýju sem vill láta elska sig
og ef þú gefur taum að þeim sem eru oftast ekkert smá fyndnir
sérðu tár í trúðsauga
sár og brotnar sjálfsmyndir
allstaðar sjálfstraust sem kastast í kekki
virðumst ekki hafa hugrekki
látum ekki eins og okkur langar öllum að láta
þorum ekki að hlæja
þangað til við förum að gráta
förum einmana í gegnum lífið
full af heift og efa, með steypta hnefa
þorum ekki að dreyma eða þrá
skrifum ljóð sem að enginn fær að sjá
förum full af þunglyndi og leiða undir sængina
sjáum ekki að við erum öll englar
bara sumir sem þora ekki að breiða út vængina
svo hérna sit ég einn
á lífsins ruslahaugum
með barslegan glampa í augum
loks með kjark og þor
til að setja að baki mér þetta orðspor
hætta þykjast vera hardcore
taka niður þessa grímu
skyggnast í lífsins svarthol
skimast eftir skímu
skrifa ódauðlega rímu
sem að snertir hjarta manns með glans
stíg svo darraðardans
á hinni fínu línu milli geðveiki og snilli
þó það sé ekkert öryggisnet
ég veit ég á eftir að detta
en ég ætla að dansa á meðan ég get
Random Lyrics
- robleis - pov: llega el verano y suena así lyrics
- onlywoke & jmecx - taco taco taco lyrics
- lauryn kovacs - subside lyrics
- taylor mccall - wide open lyrics
- mehdi lekok - hdmi lyrics
- super mama djombo - fidju matchu lyrics
- satoshi - doar dacă vrei lyrics
- psyko punkz - life is a game lyrics
- blu & evidence - wish you were here lyrics
- nsqk & drefquila - otros lugares lyrics