rökkurró - hún lyrics
Loading...
börnin grétu gleðitárum
því hún var komin aftur
sú sem allir elskuðu
endurheimt úr helju
fræknar voru sögurnar
frá öllum heimsins löndum
ljóslifandi myndirnar
spruttu úr hennar orðum
en bara ef hún
hefði séð inn í huga þeirra
fundið sorgina
sem deyft hafði allt
en bara ef hún fyndi vonleysið
sem fyllti þau
hefði hún strax í stað
hætt að skína
síðla kvölds er sögum lauk
börnin tóku að þagna
innst í hjörtum vissu þau
á morgun yrði hún farin
en bara ef hún
hefði séð inn í huga þeirra
fundið sorgina
sem deyft hafði allt
en bara ef hún fyndi vonleysið
sem fyllti þau
hefði hún strax í stað
hætt að skína
Random Lyrics
- dogmatikos - puppet master lyrics
- regine velasquez - goodbye lyrics
- young rafonix - na wolno lyrics
- money reekk - dirty ways lyrics
- tilian - gone lyrics
- pull up x enique - до конца lyrics
- evan edinger - capo kissin' lyrics
- indio solari y los fundamentalistas del aire acondicionado - la muerte y yo lyrics
- wallfahrer - ketzerkonfession lyrics
- lil tjay - f.n (uk remix) lyrics