una torfa - appelsínugult myrkur lyrics
[verse 1]
ég þori ekki alveg heim
ekki strax
ef að ég fer inn
og loka á eftir mér er óvíst að
nóttin haldi sínu striki
[verse 2]
vindinn gæti lægt
það gæti stytt upp
það gæti komið dagur
ef ég fylgist ekki mjög vel með
það gæti gerst á augnabliki
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
[verse 3]
veistu það ég sver
ég er alveg viss
rigning hefur aldrei áður
fallið svona fallega
hvenær lærði vatn að fljúga?
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
[verse 4]
ég ætla aldrei heim
ég verð hér
því ef ég fer mun nóttin hætta að
vera svona heillandi
það gæti gerst á augnabliki
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélеgur dansari
en ágætis skemmtun
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hvеrju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
Random Lyrics
- richie trotter and the motor company - free fallin' lyrics
- the whispers - i can remember lyrics
- kalle - shadows lyrics
- the roland high life - oh dolours lyrics
- kanro - milkyway lyrics
- antcasey - redrum (cold) lyrics
- mice parade - finding faces lyrics
- uneducated kid - check it out lyrics
- kwa (rap) - blessed lyrics
- mtp408 - my peace lyrics