
una torfa - appelsínugult myrkur lyrics
[verse 1]
ég þori ekki alveg heim
ekki strax
ef að ég fer inn
og loka á eftir mér er óvíst að
nóttin haldi sínu striki
[verse 2]
vindinn gæti lægt
það gæti stytt upp
það gæti komið dagur
ef ég fylgist ekki mjög vel með
það gæti gerst á augnabliki
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
[verse 3]
veistu það ég sver
ég er alveg viss
rigning hefur aldrei áður
fallið svona fallega
hvenær lærði vatn að fljúga?
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
[verse 4]
ég ætla aldrei heim
ég verð hér
því ef ég fer mun nóttin hætta að
vera svona heillandi
það gæti gerst á augnabliki
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélеgur dansari
en ágætis skemmtun
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hvеrju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
Random Lyrics
- guardian angel, k1rra, heneqqo - редан поколение lyrics
- immodiumm - skin prison lyrics
- saint sillah - a lovely bargain lyrics
- iamdele - 106.3 the d (intro) lyrics
- andrenalin - % [original mix] lyrics
- jayonetime - way lyrics
- jey brownie - absorber les larmes lyrics
- sway d (스웨이디) - cool life lyrics
- judy garland & mickey rooney - hoe down lyrics
- swelto & lonewolf - calamità lyrics