vetur - dalalæða lyrics
Loading...
ég arka ákveðinn í muggunni
sem lagst hefur yfir land
beygur í hold mitt læsist
ég er ekki einn á ferð
dulin vá leynist í þokunni
sem fellir jafnt skepnur og menn
brostin augu þeirra stara út í tómið
þögnin er ærandi
náttúran
hefur þagnað
þögn hennar
er ærandi
þokan læðist með fjallshrygg
yfir mógult grasið
daggardropar á hverju strái
gráföl birta umleikur mig
náttúran
hefur þagnað
þögn hennar
er ærandi
smábárur vatnins kyrrast
brátt hverfur það í þokuna
þokan gleypir allt
eftir húmir gráföl birtan
uppi á heiði
bíður vatnið eina
friðsælt og hreint
ég læt mig falla og sekk
svarta djúpið faðmar mig
f+gnar komu minni
eftir húmir gráföl birtan
hvar minningin enn lifir
Random Lyrics
- vxlious - in love lyrics
- akai ko-en 赤い公園 - ジャンキー (junkie) lyrics
- rocket punch - juicy lyrics
- lunar shadow - hadrian carrying stones lyrics
- nabru - refresh lyrics
- hi-rez - second chances lyrics
- hulvey & torey d'shaun - different lyrics
- hadji & marvin game - sonahamkoma [remix] lyrics
- 21jx - tropical highway lyrics
- safira inema - ndasku mumet ndasmu piye lyrics